Krakkanámskeið

Flugukastnámskeið fyrir krakka á aldrinum 8-14 ára

  • 8.000 íslenskar krónur

Lýsing námskeiðs

Fyrstu skref hjá krökkum í fluguveiðinni eru þau mikilvægustu og lykillinn er að þau skemmti sér og hafi gaman af að kasta og veiða. Þetta námskeið hefur það markmið að gefa krökkum tækifæri á að prófa sig áfram með flugustöngina, læra kasthreyfingarnar, hvað á að gera ef fiskurinn tekur og hvernig á að umgangast búnaðinn og veiðislóð en umfram allt að þau fari af námskeiðinu með bros á vör og tilhlökkun í að fara og renna fyrir fisk. Námskeiðið er sett upp sem eitt skipti, 1 klst, á grasi og eru 4 krakkar í hóp. Flugustangir í krakkastærð og annar búnaður verða til afnota fyrir krakkana á námskeiðinu.

Næstu námskeið

Fyrirvarar

Afbóka þarf skráningu með a.m.k. 24 tíma fyrirvara. Ef veður er slæmt áskilja kennarar sér rétt til að fresta námskeiðum með stuttum fyrirvara.

Hafa samband

  • 6661990

    info@flugukast.is