top of page
Engin námskeið eru í boði akkúrat núna.

Grunnnámskeið á tvíhendu

Fyrir þá sem vilja ná réttu tökunum á tvíhendu.

25.000 íslenskar krónur
Vífilsstaðavatn, Rauðavatn eða Hafravatn - eftir aðstæðum

Lýsing námskeiðs

Að kasta með tvíhendu er að mörgu leyti svipað og með einhendu en á sama tíma allt öðruvísi. Stöngin er oft töluvert lengri, línuval og uppbygging er önnur og tvíhendan oft ætluð í allt aðrar aðstæður í veiði heldur en einhendan. Á grunnnámskeiði á tvíhendu er m.a. farið yfir eftirfarandi atriði - Rétt líkamsstaða, grip og hreyfiferillinn - Eðlisfræði kastsins, afhverju getum við kastað lengra með tvíhendu en einhendu? - Veltikastið eða Roll Cast kennt, sem er mikilvægasta kastið sem hægt er að kunna á tvíhendu. - Yfirhandarkastið - Farið yfir búnað hjá þátttakendum, línuval og taumauppsetningu. Munurinn á að kasta með heilum línum og Scandi eða Skagit hausakerfum. - Spey köst kynnt til sögunnar og æfð ef tími gefst til. ATH einungis 3 nemendur eru á hverju námskeiði.


Fyrirvarar

Afbóka þarf skráningu með a.m.k. 24 tíma fyrirvara. Ef veður er slæmt áskilja kennarar sér rétt til að fresta námskeiðum með stuttum fyrirvara.


Hafa samband

6661990

info@flugukast.is


Service Page: Bookings_Service_Page
bottom of page