top of page
Engin námskeið eru í boði akkúrat núna.

Grunnnámskeið á einhendu

Grunnnámskeið í flugukasti fyrir alla sem vilja ná réttri grunntækni.

18.000 íslenskar krónur
Breiðholt|Miklatún Kjarvalsstaðir|Hljómskálagarðurinn

Lýsing námskeiðs

Grunnnámskeið er hugsað sem undirstöðunámskeið fyrir byrjendur sem og vana fluguveiðimenn. Tekið er á helstu grunnatriðunum í köstunum sem gera þátttakendum kleift að ná góðri færni á skömmum tíma. Fyrir vana veiðimenn er þetta kjörið námskeið til að lagfæra gamla vana sem hamla frekari framför í köstunum. Hér er það sem verður lögð áhersla á: – Góð líkamsstaða, afslappaðar hreyfingar. – Stærð á kastlykkjum. – Farið yfir nokkur mikilvæg hugtök svo sem kastvinkil, kastsveiflu og kraftbeitingu. – Stjórn á flugulínunni í loftinu. – Samræmi milli hægri og vinstri handar í köstunum. – Og seinast en ekki síst, að fá línuna til að leggjast beint á vatnsflötinn. Hámark 4 þátttakendur á hverju námskeiði.


Fyrirvarar

Afbóka þarf skráningu með a.m.k. 24 tíma fyrirvara. Ef veður er slæmt áskilja kennarar sér rétt til að fresta námskeiðum með stuttum fyrirvara.


Hafa samband

  • 6661990

    info@flugukast.is

  • 6995203

    bjorn@rivernorth.is

  • 6154512

    himmi@mail.com


Service Page: Bookings_Service_Page
bottom of page