Framhaldsnámskeið á einhendu

Fyrir þá sem hafa komið á Grunnnámskeið eða búa yfir góðri reynslu.

  • 20.000 íslenskar krónur

Lýsing námskeiðs

Framhaldsnámskeið er beint framhald af Grunnnámskeiðinu þar sem þátttakendur öðlast mikilvæga grunnþekkingu á fluguköstum og læra rétta tækni frá upphafi. Hér verður áhersla lögð á að festa grunntæknina í sessi og beita henni í öllum þeim aðstæðum sem fluguveiðimenn geta lent í. Áhersla verður lögð á eftirfarandi atriði: - Að auka kastvegalengd með því að "skjóta" línunni út. - Að kasta í hliðarvindi, meðvindi og mótvindi. - Hittni í köstunum, að geta látið fluguna lenda á þeim stað sem maður vill. - Veltikastið, kastið sem kemur þér úr klandri hvar sem er. - Tvítogið kynnt til sögunnar, tækni og tilgangur. Eftir aðstæðum er síðan farið dýpra í eftirfarandi þætti: - Fullkomin stjórn á kastlykkjum. - Lágmörkun líkamlegrar áreynslu við köstin - Áhrifarík tvítogstækni. - Svo og nokkur góð köst til að hafa uppí erminni við erfiðar aðstæður t.d. - Beygjuköst, ef kasta á bakvið stein eða láta línuna lenda í hlykk einhversstaðar á vatnsfletinum. - Þurrfluguköst, hvernig á að koma þurrflugunni á vatnsyfirborð með sem áhrifaríkustum hætti. - Hvernig á að kasta þungum túpum.

Næstu námskeið

Fyrirvarar

Afbóka þarf skráningu með a.m.k. 24 tíma fyrirvara. Ef veður er slæmt áskilja kennarar sér rétt til að fresta námskeiðum með stuttum fyrirvara.

Hafa samband

  • 6661990

    info@flugukast.is