top of page

Framhaldsnámskeið á einhendu

Fyrir þá sem hafa komið á Grunnnámskeið eða búa yfir góðri reynslu.

  • 23.000 íslenskar krónur
  • Breiðholt|Hljómskálagarðurinn

Lýsing námskeiðs

Framhaldsnámskeið er beint framhald af Grunnnámskeiðinu þar sem þátttakendur öðlast mikilvæga grunnþekkingu á fluguköstum og læra rétta tækni frá upphafi. Hér verður áhersla lögð á að festa grunntæknina í sessi og beita henni í öllum þeim aðstæðum sem fluguveiðimenn geta lent í. Áhersla verður lögð á eftirfarandi atriði: - Tvítogið "double haul" kennt og æft. - Að auka kastvegalengd með því að "skjóta" línunni út. - Að kasta í hliðarvindi, meðvindi og mótvindi. - Hittni í köstunum, að geta látið fluguna lenda á þeim stað sem maður vill. - Veltikastið, kastið sem kemur þér úr klandri hvar sem er. Eftir aðstæðum og getu hvers og eins er síðan farið dýpra í eftirfarandi þætti: - Fullkomin stjórn á kastlykkjum. - Lágmörkun líkamlegrar áreynslu við köstin - Áhrifarík tvítogstækni. - Svo og nokkur góð köst til að hafa uppí erminni við erfiðar aðstæður t.d. - Beygjuköst, ef kasta á bakvið stein eða láta línuna lenda í hlykk einhversstaðar á vatnsfletinum. - Þurrfluguköst, hvernig á að koma þurrflugunni á vatnsyfirborð með sem áhrifaríkustum hætti. - Hvernig á að kasta þungum túpum. ATH einungis 3 þátttakendur á hverju námskeiði.


Fyrirvarar

Afbóka þarf skráningu með a.m.k. 24 tíma fyrirvara. Ef veður er slæmt áskilja kennarar sér rétt til að fresta námskeiðum með stuttum fyrirvara.


Hafa samband

  • 6661990

    info@flugukast.is

  • 6154512

    himmi@mail.com


Service Page: Bookings_Service_Page
bottom of page