Börkur Smári Kristinsson
Námskeið 2022
Flugukastnámskeiðin vinsælu fara af stað í lok apríl og fer skráning fram hér á flugukast.is. Fyrirkomulag námskeiða verður með sama sniði og undanfarið þar sem áhersla er lögð á gæði kennslunnar með því að takmarka fjölda þátttakenda á námskeiðum. Eins og áður verða námskeiðin eingöngu kennd af viðurkenndum flugukastkennurum F.F.I. Hægt er að kaupa gjafabréf á námskeið með því að senda fyrirspurn á info@flugukast.is. Við hlökkum til að sjá ykkur!
